Saffran kjúklingurinn er kominn í Krónuna

Ljósmynd/Aðsend

Saffran mætti með ferska og framandi strauma á íslenskan veitingamarkað árið 2009 og hefur síðan þá notið stöðugra vinsælda hjá þeim sem kjósa heilsusamlegan, hollan og framandi mat. Segja má að upphaf og ástæða staðarins sé Saffran kjúklingurinn. Notast er við fersk kjúklingalæri sem eru alveg einstaklega safarík. 

 

Nú geta viðskiptavinir Krónunnar grillað Saffran kjúklinginn á pallinum heima. Ef veðrið er að trufla þá er hann líka einstaklega hentugur í ofninn eða á pönnuna. Í boði eru þrjár tegundir, upprunalegi Saffran kjúklingurinn, Piri Piri kjúklingurinn fyrir eldhuga, og hinn sívinsæli hunangskjúklingur.

„Við erum afar glaðir með að geta boðið viðskiptavinum Krónunnar upp á Saffran kjúklinginn. Það hefur verið kallað eftir honum lengi enda ótrúlega safaríkur réttur sem hentar allri fjölskyldunni“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna og Saffran. 

Innan tíðar verður einnig hægt að nálgast hina rómuðu Piri Piri sósu og upprunalegu hvítu Saffran sósuna í verslunum Krónunnar.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is