Einfalt kjúklinga-nachos á fimmtán mínútum

Stundum má maður leika sér og hér er hinn fullkomni kvöldverður þegar maður nennir ekki að hafa of mikið fyrir matnum en vill samt hafa hann geggjaðan á bragðið!

Einfalt kjúklinga-nachos á fimmtán mínútum

 • 200 g Old El Paso nachos eða tortillur
 • 1 msk. Old El Paso Garlic & Paprika krydd fyrir taco
 • 100 g jalapeños í krukku
 • Olía til að smyrja bökunarplötu
 • 225 g cheddar-ostur, rifinn
 • 300 g eldaður kjúklingur, niðurskorinn
 • 175 g frosnar eða niðursoðnar maísbaunir
 • 1 jalapeño chili, skorinn

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200º C.
 2. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið með olíu. Dreifið helmingnum af Nachips-flögunum jafnt á bökunarplötuna.
 3. Blandið saman osti og taco-kryddinu í litla skál. Sáldrið hemingnum af ostablöndunni yfir flögurnar. Setjið helminginn af kjúklingi, maísbaunum og jalapeño-bitum ofan á  flögurnar. Endurtakið allt einu sinni.
 4. Hitið í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 5. Ábendingar sérfræðinga
 6. Frábært með kirusberjatómötum, kóríander, guacamole eða sýrðum rjóma.
 7. Notið venjulegar tortillur ef þið fáið ekki Nachips.
mbl.is