Einfalt kjúklinga-nachos á fimmtán mínútum

Stundum má maður leika sér og hér er hinn fullkomni kvöldverður þegar maður nennir ekki að hafa of mikið fyrir matnum en vill samt hafa hann geggjaðan á bragðið!

Einfalt kjúklinga-nachos á fimmtán mínútum

  • 200 g Old El Paso nachos eða tortillur
  • 1 msk. Old El Paso Garlic & Paprika krydd fyrir taco
  • 100 g jalapeños í krukku
  • Olía til að smyrja bökunarplötu
  • 225 g cheddar-ostur, rifinn
  • 300 g eldaður kjúklingur, niðurskorinn
  • 175 g frosnar eða niðursoðnar maísbaunir
  • 1 jalapeño chili, skorinn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200º C.
  2. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið með olíu. Dreifið helmingnum af Nachips-flögunum jafnt á bökunarplötuna.
  3. Blandið saman osti og taco-kryddinu í litla skál. Sáldrið hemingnum af ostablöndunni yfir flögurnar. Setjið helminginn af kjúklingi, maísbaunum og jalapeño-bitum ofan á  flögurnar. Endurtakið allt einu sinni.
  4. Hitið í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  5. Ábendingar sérfræðinga
  6. Frábært með kirusberjatómötum, kóríander, guacamole eða sýrðum rjóma.
  7. Notið venjulegar tortillur ef þið fáið ekki Nachips.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert