Dýrindis götubiti kominn í verslanir

Street Food eða götubiti nýtur gríðarlegra vinsælda og margir sem þræða mathallirnar til þess eins að gæða sér á góðum bita.

Nú berast hins vegar þær gleðifréttir að ný götubita matarlína sé komin í verslanir sem gerir okkur kleift að galdra fram dýrindis máltíðir á augabragði.

Street Food línan frá Daloon er með stökkum vorrúllum sem koma í fjórum bragðtegundum; grænu karrý, tælenskum kjúkling, víetnömskum grænmetisrétt og Panang grænmeti

Öll hráefni eru vandlega valin en þar leika sætar kartöflur, glernúðlur, kókosmjólk, tælensk basilíka og kóríander stórt hlutverk. Stjarnan er svo stökkt deigið sem verður einstaklega krispí og gott þegar það er eldað, að því að fram kemur í fréttatilkynningu og við erum einstaklega spennt að smakka enda góðar vorrúllur vandfundnar.

mbl.is