Tortillur sem breyta leiknum

Mexíkóskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur flestum og því fögnum við alltaf spennandi nýjungum þegar þær rekur á fjörur okkar.

Nú er komin á markað spennandi nýjung frá hinum rómuðu tortillu-framleiðendum Maria & Ricardo. Tortillurnar eru ólíkar öllum öðrum tortillum þegar kemur að bragði og áferð auk þess sem þær eru ferskar (kælivara) sem gerir þær einstakar. Hagkaup hefur flutt inn nokkrar tegundir af þessum frábæru tortillum og hafa þær notið mikilla vinsælda. Óhætt er að fullyrða að meirihluti þeirra sem smakka Maria & Ricardo fer ekki aftur til baka í hinar hefðbundnu tortillur.

Á dögunum bættist enn frekar í úrvalið frá merkinu, þegar Hagkaup hóf sölu á nýjum og spennandi tegundum frá merkinu. Um er að ræða blómkáls- og sætkartöflu-tortillur, og síðast en ekki síst möndlumjöls-tortillur sem munu eflaust gleðja þá sem aðhyllast ketó-lífsstílinn.

Þessar nýju tegundir eru, eins og allar vörur frá Mariu & Ricardo, bakaðar í ofni og unnar frá grunni úr einföldu, heilnæmu hráefni. Tortillurnar innihalda engin bragð, -litar eða rotvarnarefni.

Þetta er eitthvað sem alvöru sælkerar mega ekki undir nokkrum kringumstæðum láta fram hjá sér fara.

mbl.is