Dásamlegur berjaeftirréttur Hildar og Svavars

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Þau Hildur Elísabet og Svavar á Ísafirði buðu þeim Alberti Eiríkssyni og Bergþóri Pálssyni í dýrindis kvöldverð þar sem meðal annars var boðið upp á þennan einfalda en ómótstæðilega eftirrétt. 

Berjaeftirréttur

  • 500 gr grísk Örnu jógúrt
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • 4 vel fullar matskeiðar heimatilbúin berjasulta
  • Slatti af aðalbláberjum (helst nýtýndum en annars frosnum)

Aðferð:

  1. Rjóminn þeyttur
  2. Sultan hrærð vel út í grísku jógúrtina
  3. Þessu svo balndað varlega saman og sett í skál
  4. Berin sett yfir
  5. Skreyti stundum með rauðum berjum t.d jarðaberjum
Birgir, Sigrún, Hildur, Svavar, Albert og Páll.
Birgir, Sigrún, Hildur, Svavar, Albert og Páll. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert