Opna nýjan veitingastað í Reykjanesbæ

Á morgun opnar hamborgarastaðurinn Smass á Fitjum í Reykjanesbæ en fyrir er Smass staður á Ægisíðu.   

Húsnæðið á Fitjum hefur allt verið tekið í gegn og að sögn Guðmundar Óskars Pálssonar framkvæmdastjóra Smass rúmar nýi staðurinn 50 manns í sæti og er mjög rúmgóður.

„Við erum mjög spenntir fyrir opnuninni í Reykjanesbæ því Suðurnesin eru í örum vexti og Fitjar miðsvæðis. Suðurnesjamenn hafa tekið okkur fagnandi og á morgun opnum við með pompi og prakt og hlökkum til að taka á móti þeim. Við sjáum líka fyrir okkur að svangir ferðamenn sem eru að koma frá Leifsstöð geti kíkt við hjá okkur og fengið sér hamborgara.“

Hamborgarastaðurinn Smass er opinn alla daga vikunnar frá 11.30 til 21:00

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert