Your Super vörurnar loksins fáanlegar hér á landi

Þeir sem eru duglegir að kynna sér heitustu trendin erlendis hafa án efa orðið varir við umfjallanir um fyrirtæki sem heitir Your Super og er að tröllríða öllu um þessar mundir. 

Greinar um fyrirtækið og vörur þess hvarvetna og tók tímaritið Forbes svo sterkt til orða að kalla það „leikbreyti“ eða „gamechanger“ á ensku.

Vörur fyrirtækisins eru svokölluð ofurfæðu-duft sem eru sérhönnuð til þess að næra líkamann á sem heilbrigðasta hátt en saga fyrirtækisins er áhugaverð fyrir margar sakir.

Michael, annar eigandi Your Super greindist með krabbamein einungis 24 ára gamall og í kjölfarið af lyfjameðferð fór Kristel, hinn eigandi Your Super að lesa sig til um hvernig hægt væri að styrkja brotið ónæmiskerfi.

Hún komst að því að með því að næra sig rétt og bæta öflugum ofurfæðum í mataræðið væri hægt að styrkja ónæmiskerfið sem er nákvæmlega það sem gerðist í tilfelli Michaels. Þarna varð Your Super að hugmynd og stuttu seinna að veruleika.

Í staðin fyrir að hafa fulla skápa af mismunandi ofurfæðum þá framleiða þau ofurblöndur sem hafa hvert sitt hlutverk að gegna fyrir almennt heilbrigði. Super Green var til dæmis hannað fyrir ónæmiskerfið, Gut Feeling var hannað fyrir heilbrigða meltingu, Moon Balance var hannað fyrir hormónajafnvægi, Plant Collagen örvar þína náttúrulegu kollagen framleiðslu og verndar þín náttúrulegu kollagen og Magic Mushroom var hannað til að minnka streitu einkenni í líkamanum.

Í okkar hraða nútímasamfélagi á fólk afar erfitt með að ná inn öllum þeim næringarefnum sem líkaminn þarf á að halda fyrir heilbrigða starfsemi. Þar af leiðandi eru ofublöndurnar frá Your Super frábær og auðveld leið til að til að lauma þessum mikilvægu næringarefnum í mataræðið. Hægt er að blanda blöndunum í grautinn, smoothie, vatn, salat dressinguna eða hvað svo sem fólki lystir.

Kristín Amy Dyer, eigandi Dyer ehf. og verslunarinnar Tropic sem sér um innflutning og dreifingu Your Super á Íslandi segir að gott dæmi um notkun duftanna sé til dæmis Golden Mellow sem túrmerik latte og Magic Mushroom ásamt Chocolate Lover til að gera heimsins besta sveppakakó! Sérstaklega núna þegar tekur að hausta og flensutíð framundan. „Ég persónulega hef einnig verið dugleg að fá mér grænt skot á morgnanna með Super Green, eplaediki, sítrónusafa og vatni til að byrja daginn almennilega.“ segir Kristín.

Að sögn Kristínar er vinsælasta varan án nokkurs vafa Moon Balance. „Við höfum átt í erfiðleikum með að svara eftirspurn á þeirri vöru frá upphafi en í kjölfar bólusetningar hefur eftirspurnin aukist til muna. Moon Balance var hannað með hormónajafnvægi í huga og hafa konur fundið fyrir minni fyrirtíðaspennu og minni einkennum breytingaskeiðis eftir að þær byrjuðu að nota Moon Balance daglega. Ég persónulega var með afar slæma fyrirtíðaspennu sem einkenndi sér með mikilli magaþembu, slæmri húð, erfið í skapi, taumlaust át og sykurlöngun ásamt miklum verkjum. Í dag læðist þessi mánaðarlegi tími hreinlega upp að mér og einkennin eru í minni kantinum. Húðin er talsvert skárri, orkustig töluvert meira, lítið verkjuð, ekki mikil löngun í sykur og annan unnin sem og óhollan mat ásamt því að vera almennt í betra andlegu jafnvægi.“

„Það sem einkennir Your Super er vissulega sá gæðastuðull sem þau fylgja. Þau leggja mikið upp úr því að öll hráefni séu ræktuð á sjálfbæran hátt við bestu skilyrði. Þau eru með 100% gagnsæja aðfangakeðju þannig þú veist ávallt hvaðan hráefnið kemur. Hráefnin eru einnig öll lífrænt vottuð, án GMO, án glýfósat, plöntumiðuð, án sætugjafa, án aukaefna og án soja,“ segir Kristín og bætir við. „Mörg fæðubótarefni í dag, prótein, ofurfæður, vítamín og þess háttar innihalda eflaust góð hráefni en mikið af þeim eru full af aukaefnum á borð við sætugjafa, bragðefni, rotvarnarefni og fylliefni sem við þurfum alls ekki á að halda. Your Super vörurnar eru eins hreinar og þær gerast og því er hvert einasta gramm einungis öflugur próteingjafi eða öflug ofurfæða. Ef tekið er mið af því að þá er Your Super ódýrara en margt annað á markaðnum í dag ef maður reiknar þetta í næringargildi. Ég veit ekki um neinar vörur í sama gæðaflokk og Your Super hérlendis.“

Allt Your Super vöruúrvalið er í Hagkaup Skeifunni og Garðabæ en einungis fimm vörur eru í hinum verslununum Hagkaupa. Þessar fimm vörur eru þær vinsælustu og er röðin á þeim svohljóðandi: Moon Balance, Magic Mushroom, Golden Mellow, Gut Feeling og Plant Collagen.

Á Heilsu- og lífstílsdögum í Hagkaup eru vörurnar fáanlegar með 20% afslætti.

Kristín Amy Dyer, eigandi Dyer ehf. og verslunarinnar Tropic sem …
Kristín Amy Dyer, eigandi Dyer ehf. og verslunarinnar Tropic sem sér um innflutning og dreifingu Your Super á Íslandi.
mbl.is