Nýr moli frá Quality Street væntanlegur

Mbl.is/Danny Peart

Það fer ekkert á milli mála að sælgætismolarnir frá Quality Street eru uppáhald margra í kringum jólahátíðina. Og nú er von á nýjum mola frá fyrirtækinu!

Við höfum öll lent í því að slást um síðustu uppáhaldsmolana okkar upp úr dósinni, og einhverra hluta vegna verður alltaf sami liturinn eftir á botninum. Nýja viðbótin í sælgætisdósina kallast „Crème Caramel Crisp“ og samanstendur af ljúffengu karamellubragði og stökkum kexbitum, húðuðum mjólk og hvítu súkkulaði. Og er þetta í fyrsta sinn sem moli með hvítu súkkulaði ratar í flóruna.

Nýi molinn verður þó ekki í öllum dósum á markaði, því hann verður til að byrja með eingöngu fáanlegur í verslunum Johns Lewis í Bretlandi, sem býður einnig upp á að geta raðað í sína eigin dós með uppáhaldsmolunum sínum. Því geta ferðalangar frá Íslandi komið við í verslun þeirra á Oxford Street og gulltryggt sér sína uppáhaldsblöndu af Quality Street fyrir jólin.

Splúnkunýr moli frá Quality Street - sem inniheldur hvítt súkkulaði.
Splúnkunýr moli frá Quality Street - sem inniheldur hvítt súkkulaði. Mbl.is/Quality Street_Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert