Fimm skítugustu staðirnir á heimilinu

mbl.is/Lauren Volo

Ef þú heldur að klósettið og ruslatunnan séu skítugustu staðirnir á heimilinu – þá skjátlast þér. Það eru aðrir staðir sem koma á óvart hversu óhreinir þeir geta verið.

Eldhúsvaskurinn

Þó að þú vaskir upp leirtau í sjóðandi heitu vatni, þá er vaskurinn algjör bakteríubomba. Samkvæmt rannsóknum NSF International inniheldur vaskurinn í raun meira af bakteríum en klósettið, eða um 100.000 fleiri bakteríur. Mælt er með að skrúbba vaskinn og þrífa í það minnsta 1-2 í viku.

Þrifsvampar

Það er ekki bara vaskurinn sem er skítugur, því þrifsvampurinn sem margir nota til að þvo upp með er líka fullur af bakteríum. Og talað er um að þessir svampar geti innihaldið e-kólí-bakteríur og salmonellu sé þeim ekki skipt út reglulega. Þú getur líka þrifið svampinn með því að setja hann inn í örbylgjuofn í tvær mínútur  en þó er alltaf mælt með að skipta þeim út í það minnsta aðra hverja viku.

Kaffivélin

Kaffivélin okkar, sem heldur okkur gangandi með góðum bolla yfir daginn. Hér geta bakteríur vaxið og dafnað í heitu og röku umhverfi sé vélin ekki þrifin reglulega. Mælt er með að þrífa vélina eftir hverja 40-80 bolla. Fylla hana með ediki og láta standa í 30 mínútur og hella upp á bolla með edikblöndunni. Keyrið síðan vélina 2-3 í gegn með vatni til að ná öllu edikinu úr vélinni, sem er orðin tandurhrein.

Tannburstaglasið

Að meðaltali eru tannburstaglös með hátt í tvær milljónir baktería sem grassera hjá tannburstunum okkar. Gott er að velja tannburstaglas sem má fara í uppþvottavél og þvo í það minnsta einu sinni í viku.

Teppi

Þó að þú ryksugir teppi er alltaf erfitt að komast alveg niður á „botninn“. Þannig fá bakteríurnar tækifæri til að slaka á og dreifa sér. Samkvæmt rannsóknum örverufræðingsins Philips Tiernos frá New York University Langone Medical Center má finna allt að 200.000 bakteríur á einum fermetra á teppi. Hér erum við að tala um bakteríur frá mannfólki, mat og jafnvel heimilisdýrum. Gott ráð til að hafa bak við eyrað er að hreinsa teppið einu sinni á ári.

mbl.is