Kertatrixið sem þú þarft að kunna

Spaghettí getur leyst margan vandan, eins og sjá má hér.
Spaghettí getur leyst margan vandan, eins og sjá má hér. mbl.is/TikTok

Kertatímabilið er svo sannarlega hafið. Við kveikjum á kertum núna öll kvöld og njótum þess á meðan skammdegið hellist hraðar og hraðar yfir okkur. Og þá er gott að kunna þetta snjalla trix hér!

Kertastjakar og kerti geta verið alls konar – og þá meinum við í ýmsum stærðum og gerðum. Og þegar við stöndum frammi fyrir að vera með kerti sem liggur ofan í vasa eða stjaka sem er mun hærri en kertið sjálft, þá getum við lent í klemmu þegar við ætlum að kveikja á kertinu því það situr of neðarlega og við brennum okkur bara á fingrunum. En þá kemur að þessu hér. Til að kveikja á kerti sem er neðarlega í kertaglasinu skaltu draga fram spagettí (ósoðið ef einhver er í vafa) – og nota það sem eldspýtu til að kveikja á kertinu. Algjör snilld!

mbl.is