Tvöföld virkni í einu húsráði

Sítrónur eru ómissandi í matargerð sem og heimilisþrifin.
Sítrónur eru ómissandi í matargerð sem og heimilisþrifin. mbl.is/

Langar þig að heyra um frábært húsráð sem eyðir allri lykt á heimilinu, frískar upp á uppþvottavélina ásamt því að fá leirtauið til að glansa? Þá er það þetta hér!

Uppskrift að lyktarbombu fyrir heimilið:

  • Setjið vatn í pott.
  • Hellið ¼ bolla af ediki út í vatnið.
  • Skerið tvær sítrónur til helminga og leggið út í vatnið.
  • Hitið vatnið að suðu og látið malla í smá tíma til að eyða allri lykt.

Þegar þú hefur eytt allri lykt með edik-sítrónu-baðinu skaltu taka sítrónurnar og setja einn eða tvo helminga inn í uppþvottavél. Sítrónan mun ekki bara hreinsa vélina, heldur fá leirtauið til að glansa sem aldrei fyrr á ný.

mbl.is/TikTok_mama_mila_
mbl.is