Svona færðu heimilið til að anga eins og jólin

Það er ekki seinna vænna en að fara kynda upp …
Það er ekki seinna vænna en að fara kynda upp í jólunum, segja einhverjir. Hér er uppskrift að æðislegum jólailmi. Mbl.is/TikTok_carolina.mccauley

Margir landsmenn eru að detta í jólagírinn, á meðan aðrir sitja á sér þar til í desember. Hér er yndislegur jólailmur sem þú getur búið til úr nokkrum hráefnum heima.

Uppskrift að jólaangan:

  • Settu vatn í pott.
  • Skerðu sítrusávöxt í sneiðar, t.d. appelsínu, og settu í pottinn.
  • Helltu einum bolla af trönuberjum út í pottinn.
  • Settu nokkrar kanilstangir saman við.
  • Og að lokum, settu nokkrar rósmaríngreinar út í vatnið.
  • Hitaðu vatnið að suðu og leyfðu því að malla í smá tíma þar til húsið ilmar eins og Þorláksmessukvöld. 
mbl.is