Eldhúsgræjurnar sem Læknirinn elskar

Ragnar Freyr Ingvarsson eða Læknirinn í eldhúsinu.
Ragnar Freyr Ingvarsson eða Læknirinn í eldhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Læknirinn í eldhúsinu er flestum fróðari um hvaða græjur eru nauðsynlegar í eldhúsinu og hvaða tól og tæki gera eldamennskuna langt um skemmtilegri.

Læknirinn eða Ragnar Freyr Ingvarsson, eins og hann kallast þegar hann kastar af sér svuntunni, verður í Kokku á sunnudaginn þar sem hann mun árita nýjustu bók sína og veita góð ráð varðandi græjukaup.

Það er því ljóst að enginn alvöru hamfarakokkur má láta þetta tækifæri framhjá sér fara.

Viðburðurinn er, eins og áður segir, í Kokku á Laugarvegi á sunnudaginn og hefst kl. 13.

mbl.is