Drykkurinn sem vann jólakokteilakeppnina í fyrra

Sigurvegari Jólafsson 2020 er drykkurinn Fönn sem er einstaklega skemmtilegur og öðruvísi. Drykkurinn kom, sá og sigraði í fyrra en keppnin í ár stendur sem hæst og er skilafrestur á uppskriftum til 3. desember.

Höfundur drykkjarins er Emil Þór Emilsson Brett.

hlekkur

Fönn

  • 6 cl Ólafsson gin
  • 3 cl hvítt súkkulaðisíróp
  • 2 cl ferskur mandarínusafi
  • 1,5 cl ferskur limesafi

Léttsviðin lítil grenigrein er lögð á brún glassins og að lokum tonkabaun rifin yfir.

Svona er hvítt súkkulaðisíróp búið til:

  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 100 ml kalt vatn
  • 100 ml hvítur sykur

Öllu skutlað í pott og soðið þangað til það fer að bubbla.

mbl.is