Svona áttu að þrífa símahulstrið þitt

Það þarf að þrífa símahulstrið reglulega - enda fullt af …
Það þarf að þrífa símahulstrið reglulega - enda fullt af bakteríum. mbl.is/Getty

Hefurðu skoðað símahulstrið þitt, því það er örugglega orðið mjög skítugt ef þú hefur ekki þrifið það nýverið. Hér erum við sérstaklega að vitna í símahulstur úr plasti sem verða oft gulleit eftir mikla notkun – og þá kemur þessi aðferð að góðum notum. 

Svona þrífur þú skítugt símahulstur

  • Settu hulstrið í bala eða stóra skál.
  • Settu góða klessu af tannkremi á hulstrið.
  • Helltu nokkrum dropum af uppþvottalögi yfir.
  • Settu 1 tsk af salti yfir.
  • Helltu sirka ½ dl af ediki yfir.
  • Helltu því næst heitu vatni yfir hulstrið og baðaðu það upp úr blöndunni og hulstrið verður tandurhreint.
Mbl.is/TikTok
mbl.is