Vinsælasti kaffidrykkurinn í bænum

Það virðist enginn vera maður með mönnum þessa dagana ef hann hefur ekki tekið eina (til tvær) myndir af sér með kaffisjeikinn á Granóla barnum og póstað á samfélagsmiðlum.

Kaffisjeikinn er að sögn granóla greifynjunnar Tobbu Marínós „fáránlega vinsæll" og að það sé ekkert skrítið. „Þú skilur af hverju þegar þú smakkar. Sjeikinn er aðeins gerður úr frosnum banana, hnetumjólk, espresso og hnetusmjöri. Við notum svo döðlusíróp, sem er 100% döðlur sem búið er að sjóða niður, til að skreyta glasið. Búmm - einn sopi og þú ert in love,“ segir Tobba en Granóla barinn er staðsettur út á Granda og er að sögn Tobbu eini barinn sem vit er í að hanga á.

mbl.is