Tíu metra löng súkkulaðilest vekur athygli

Tíu metra langa súkkulaðilest má finna á hóteli í Flórída.
Tíu metra langa súkkulaðilest má finna á hóteli í Flórída. Mbl.is/Caribe Royale Orlando

Hótel nokkurt í Flórída hefur skapað stórkostlega flotta lest sem mælist hvorki meira né minna en tíu metrar og er eingöngu búin til úr súkkulaði.

Caribe Royale Orlando-hótelið hefur skapað nýja hefð á þessu ári, með hreint út sagt stórkostlegri súkkulaðilest fyrir gesti og gangandi að njóta – en lestin minnir mann óneitanlega á vinsælu jólakvikmyndina „Polar Express“. Það er sætabrauðskokkkurinn Joshua Cain sem töfraði fram meistaraverkið, úr hvorki meira né minna en 725 kílóum af súkkulaði. Og sótti hann innblásturinn í gamlar gufueimreiðar sem keyrðu um landið seint á 18. öld.

Þegar á heildina er litið eru um 800 þúsund kakóbaunir notaðar í verkið, sem má auðveldlega umreikna yfir í 4,5 milljónir kalóría. Þrír bakarar stóðu vaktina við að skapa lestina, sem var um 1.000 klukkutíma í smíðum. Og hefur hótelið lofað því hér eftir að lestin verði endurbyggð á ári hverju og muni bæta við sig frekar en hitt.

Mbl.is/Caribe Royale Orlando
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert