Vilja opna sérstakan bar fyrir kennara

mbl.is/Colourbox

Þeir eru þó nokkrir sem stinga upp á því að opnaður verði sérstakur bar ætlaður kennurum. Um þá gildi rýmri takmarkanir en aðra og því sé eðlilegt að þeir njóti þess svigrúms á fleiri stöðum.

Fjöldi kennara hefur tekið undir þetta og finnst þetta fantagóð hugmynd og það eina vitræna í stöðunni. Stungið hefur verið upp á sniðugum nöfnum eins og Náms-kráin og við erum ekki frá því að þetta sé besta hugmynd dagsins.

mbl.is