Stórsnjalla leiðin til að þvo skó

Hefurðu prófað að henda strigaskónum í þvottavél?
Hefurðu prófað að henda strigaskónum í þvottavél? mbl.is/

Sumum íþróttaskóm má auðveldlega henda í vélina – og þá er þetta aðferðin til þess.

Það hafa margir prófað að smella strigaskóm í þvottavélina og þekkja þá óhljóðin sem myndast er skórnir byrja að kastast til og frá í tromlunni. En við erum með stórsnjalla leið til að þvo skóna án þess að vera með nokkur læti. Þú einfaldlega bindur endana á reimunum saman og lætur standa út fyrir þvottavélarlokið. Þannig hanga skórnir inni í vélinni og eru því ekki að hendast út um alla þvottavél á meðan hún vinnur sitt verk. 

Besta leiðin til að þvo strigaskó í þvottavél er að …
Besta leiðin til að þvo strigaskó í þvottavél er að láta reimarnar standa fyrir utan. mbl.is/TikTok
mbl.is