Bóndadagskokteillinn í ár er geggjaður

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

„Penicillin er frábær kokteill sem blandar saman tveimur mismunandi týpum af skosku viskí ásamt sítrónu, engiferi og hunangi. Samspilið á milli viskítegundanna sem eru svo misjafnar, önnur er mjúk blanda en hitt er reykt, ásamt ferskleikanum úr sítrónunni og engiferinu er stórkostleg og því er Penicillin einn af mínum allra uppáhalds drykkjum og klárlega viðeigandi á bóndagainn,“ segir Ivan Svanur Corvasce kokteilmeistari með meiru um þennan drykk sem við höfum valið sem Bóndadagskokteillinn í ár.

„ Í drykkinn þykir mér best að blanda saman mjúkri, aðgengilegri skoskri viskíblöndu á borð við Johnnie Walker Black Label og reyktu eyja viskíi. Þegar kemur að reyktu viskíi er Talisker 10 ára það sem ég teygi mig oftast í enda fágað og þæginlegt og góð kynning inn í undraverðan heim reyktra skota.“

„Ég mæli alltaf með að fólk leggi á sig að gera vel við sig og sína þegar kemur að mat og drykk og því er það nauðsynlegt í þennan drykk að taka auka skrefið og nota ferskan sítrónusafa og ferskan engifersafa.“

Penicillin

Kokteillinn Penicillin var búin til af barþjóninum Sam Ross rétt eftir aldamótin síðustu á kokteilbarnum Milk & Honey í New York. Milk & Honey var stofnaður af Sasha Petraske heitnum, sem er talinn einn áhrifamesti barþjónn seinni tíma. Penicillin er án efa einn vinsælasti „nýlegi“ kokteill veraldar og er í dag fáanlegur um allan heim.

  • 50 ml Johnnie Walker Black Label
  • 25 ml sítrónusafi
  • 25 ml hunangssafi (80% hunang á móti 20% af heitu vatni. Blandið saman.)
  • 15 ml engifersafi
  • Barskeið Talisker 10 ára

Skraut: sítrónubörkur eða engifer

Aðferð:

Við setjum öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10–15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. Þá er drykkurinn streinaður í gegnum sigti í viskíglas fyllt með ferskum klaka og skreyttur með ferskri engifersneið og/eða sítrónuberki.

Eiginleikar:

Penicillin er einstaklega ferskur viskíkokteill. Engiferið, sítrónan, hunangið og tvö mismunandi skosk viskí gefa Penicillin flókið bragð en þó ná allar mismunandi bragðtegundirnar að skína vel í gegn. Í hann notum við tvö mismunandi skosk viskí, annað þarf að vera mild, ljúf blanda eins og Johnnie Walker Black Label en hitt reykt eyjaviskí. Og þegar kemur að reyktum skota er Talisker 10 ára fullkomið í þennan drykk.

Bókin Heimabarinn er skyldueign á hverjum heimabar.
Bókin Heimabarinn er skyldueign á hverjum heimabar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert