Svona er matseðillinn um borð í einkaþotu Kylie Jenner

Vel fer um farþega í þotunni en lýsingin er bleik.
Vel fer um farþega í þotunni en lýsingin er bleik. Ljósmynd/skjaskot af Instagram

Ef þið voruð í einhverjum vafa þá getum við komið því á hreint hér með að Kardashian/Jenner fjölskyldan leigir ekki einkaþotur heldur fær lánaða þotuna hjá yngsta meðlimi hennar, Kylie Jenner.

Kylie keypti sér sumsé einkaþotu í fyrra og kallar þotuna KylieAir. Hún er með sérprentaða matseðla og vel er hugsað um farþega sem fá snyrtivörur frá fyrirtæki hennar Kylie Cosmetics.

Bæði móðir hennar, Kris Jenner, sem og systir hennar, Kendall Jenner, hafa deilt myndum úr þotunni á Instagram og eins og sjá má er þetta ekkert slor.

Matseðillinn er frekar svalur. Hægt er eða velja um að fá steitan mahi mahi eða steik í aðalrétt og svo er úrval af allskonar bráðhollu og ljúffengu meðlæti.

Sjálfsagt flestir sem væru til í að fá far með KylieAir.

Eins og sjá má er matseðillinn ekkert slor.
Eins og sjá má er matseðillinn ekkert slor. Ljósmynd/skjaskot af Instagrammbl.is