Skinku-andlitsmaski seldist upp samdægurs

Ameríski áleggsframleiðandinn Oscar Meyer fer skemmtilegar leiðir í markaðssetningu og nýlega tilkynnti fyrirtækið að nýjasta afurð fyrirtækisins væri andlitsmaski úr skinku – eða sem liti út eins og skinka öllu heldur.

Maskinn lítur sumsé út eins og viðkomandi hafi þakið andlit sitt með úrvals skinkuáleggi (sem er dáldið óhugnalegt) en er í reynd eitthvað allt annað sem má ekki borða.

Hvað það er kom ekki fram og eiginlega er ekki hægt að giska á það.

Maskinn seldist upp samdægurs sem segir ansi margt...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert