Vöfflujárn fyrir ástfangna

Krúttlegt og æðislegt vöfflujárn með skilaboð.
Krúttlegt og æðislegt vöfflujárn með skilaboð. mbl.is/Dash

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga og hér er vöfflujárnið sem allir kærleiksbangsar verða að eignast.

Dagur ástarinnar, Valentínusardagurinn, fellur á mánudegi þetta árið og því ekki til betri leið að byrja vikuna en með vöfflum – hvort sem þú heldur upp á daginn einn eða með þeim sem þú elskar. Litlu vöfflujárnin frá Dash hafa vakið mikla lukku og fást í ótal útfærslum. Þetta tiltekna járn er þó tilvalið fyrir komandi hátíðardag, þann 14. febrúar nk., þar sem bókstafirnir „XOXO“ mynda munstrið í vöfflunni – en XOXO er oftar en ekki skrifað undir skilaboð þegar viðkomandi gefur kossa og kærleika í skyn. Vöfflujárnið kostar litlar 1.700 krónur og fæst m.a. HÉR.

mbl.is