Vinsælustu pítsuspaðar landsins

Pítsuspaðar eru ómissandi á pítsakvöldum.
Pítsuspaðar eru ómissandi á pítsakvöldum. Mbl.is/Epicurean

Það eru engin geimvísindi er við segjum frá því að Íslendingar elski góðar pítsur – þá ekki síður heimabakaðar. Og þetta eru pítsuspaðarnir sem eiga að vera þeir bestu!

Pítsaofnar voru vinsæl kaup hér á síðasta ári og margir hverjir nota ofninn allt árið um kring á meðan aðrir láta sér nægja að baka í ofni. Til þess að fullkomna pítsukvöldið, er gott að vera með réttu græjurnar við höndina – eins og pítsaspaða og þessir hér eiga að vera þeir allra vinsælustu á landinu. Spaðarnir eru unnir eru úr vistvænni trjákvoðu og þola því uppþvottavélar sem er ákveðinn kostur. Eins er skásneiddur endi á spaðanum sem auðvelt er að renna undir pítsuna þegar verið er að færa hana úr ofni yfir á disk. Pítsuspaðarnir eru sérstaklega handhægir og þunnir svo auðvelt er að koma þeim fyrir í skúffum eða að hengja á vegg – ekki skemmir fyrir hversu smart þeir eru. Spaðarnir eru fáanlegir HÉR.

Mbl.is/Epicurean
Mbl.is/Epicurean
mbl.is