Hjónabandssæla eins og hún gerist best

Ljósmynd/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Það er engin önnur en Hjördís Dögg Grímarsdóttir á Mömmur.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er sykursæt en samt bráðholl og fullkomin á fögrum sunnudegi.

Hjónabandssæla

  • 240 g smjör
  • 200 g Muna hrásykur
  • 280 g Muna spelt
  • 150 g Muna haframjöl
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 stk. egg
  • Rabbabarasulta

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman og hrærið þeim vel saman.
  2. Setjið hluta deigsins í botninn á bökunarmóti. Mjög gott að setja bökunarpappír undir.
  3. Smyrjið sultunni yfir, fletjið restina af deiginu út og mótið hjörtu með t.d. piparkökumóti.
  4. Raðið hjörtunum ofan á sultunua og bakið kökuna við 175°C gráður blástur í 25-30 mínútur.
Ljósmynd/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert