Dýrindis ostar frá Erpsstöðum á Flatey

mbl.is/

Pítsustaðurinn Flatey hefur tekið upp á því að vera með samstarfsverkefni í hverjum mánuði þar sem efnt er til samstarfs við íslenska frumkvöðla í matvælagerð. Í síðasta mánuði var íslenskt wasabi í aðalhlutverki en nú eru kynntir til leiks næstu samstarfsaðilar sem er Rjómabúið Erpsstöðum.

Samstarfið kallast Dúó mánaðarins þar sem boðið er upp á tvær pítsur með hráefni frá samstarfsaðilunum en Rjómabúið Erpsstaðir er rekið af frumkvöðlunum og hjónunum Þorgrími og Helgu. Á Erpsstöðum er einna helst framleiddur rjómaís, skyr og úrvals ostar en öll framleiðsla fer fram á býli þeirra í Dalasýslunni.

Í tilraunaeldhúsinu urðu tveir ostar fyrir valinu sem fara á sitt hvora pítsuna en hugmyndin var að láta ostana njóta sín sem best. Fyrri pítsan er kjötpítsa þar sem ferskosturinn Fabio er settur á pítsuna eftir bakstur ásamt hráskinku og parmesan. Síðari pítsan er kjötlaus og grillosturinn Útlaginn leikur aðalhlutverkið í bland við bragðmikið grænmeti.

#1 - Fabio

San Marzano tómatar, fersk basilíka, Fabio ostur, hráskinka og parmesan

#2 - Útlaginn

Ferskur mozzarella, marineraður Útlagi, ólífur, rauðlaukur, chili, oregano, fersk basilíka

Dúó mánaðarins er í boði á öllum stöðum Flatey. Verð á Granda og Garðatorgi (12" stærð) er 2590 kr. fyrir hvora pítsu - og á Hlemmi og Selfossi (10" stærð) er verðið 2090 kr.

mbl.is/
mbl.is/
Pítsurnar skarta dýrindis ostum frá Rjómabúinu Erpsstöðum.
Pítsurnar skarta dýrindis ostum frá Rjómabúinu Erpsstöðum. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert