Indverskur pottréttur sem rífur úr þér kvefið

Pottréttur sem bætir geðheilsuna á köldum vetrardögum.
Pottréttur sem bætir geðheilsuna á köldum vetrardögum. Mbl.is/©Mette Mølbak

Hér bjóðum við upp á indverskan pottrétt sem mun rífa úr þér allt slen og kvef. Rétturinn er matreiddur í einum potti sem minnkar allt uppvask.

Indverskur pottréttur sem rífur úr þér kvefið

 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 bakki tómatar, 600 g
 • 1 tsk. kúmenfræ
 • 1 tsk. kóríanderfræ
 • 1 tsk. grikkjasmárafræ
 • 1 tsk. garam masala
 • 1⁄2 tsk þurrkað chili
 • ólífuolía
 • 3 dl rauðar linsubaunir
 • 5 dl vatn
 • 1 lime, safinn
 • Salt og nýmalaður pipar

Annað:

 • Saxaðir tómatar
 • 2 vorlaukar
 • Ferskt kóríander
 • Hrein jógúrt (ef vill)

Aðferð:

 1. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið. Þvoið og saxið tómatana, en takið nokkra tómata til hliðar til skrauts.
 2. Malið kúmen og kóríander og blandið öllu ofantöldu kryddi saman við.
 3. Steikið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í potti og bætið kryddinu saman við. Bætið svo tómötunum og linsunum út í. Hellið vatni út í pottinn þar til það nær yfir hráefnið, og látið malla undir loki í ca. 30 mínútur.
 4. Hrærið í pönnunni í leiðinni og kryddið með salti, pipar og limesafa.
 5. Berið fram með söxuðum tómötum, söxuðum vorlauk, kóríander og jafnvel hreinni jógúrt.

Uppskrift: Alt i én gryde - One Pot, eftir Mette Mølbak.

mbl.is