Skotheld þrifblanda á gluggana

Þessari konu finnst þrifin augljóslega skemmtileg.
Þessari konu finnst þrifin augljóslega skemmtileg. mbl.is/

Með hækkandi sól sjáum við meira og meira hversu skítugir gluggarnir okkar eru að utan. Hér er blanda sem þú ættir að prófa á gluggana þína, því þú munt dást að þeim lengi á eftir.

Það finnast margar aðferðir til að þrífa gluggana að utan, en þessi blanda er með þeim betri að mati þrispekúlanta þarna úti. Og það besta er, að gluggarnir verða glansandi fínir lengur en þig grunar.

Skotheld þrifblanda á gluggana

  • 4 bollar vatn
  • 2 bollar edik
  • ½ bolli uppþvottalögur
  • Þvoið gluggana upp úr blöndunni og notið sköfu til að þurrka blönduna burt.
  • Til að þrífa falsinn á gluggunum innan frá, blandið þá vatni og ediki til helminga og notið örtrefjaklút til að þurrka af.
mbl.is