Heimagerður glerúði sem svínvirkar

Þetta þarf oft ekki að vera flókið og hér erum við með uppskrift að heimagerðum glerúða sem inniheldur engin heilsuspillandi efni – þó við tökum það skýrt fram að spritt ætti aldrei að drekka.

Heimagerður glerúði

  • 1 bolli spritt
  • 1 bolli vatn
  • 1 teskeið borðedik

Hristið saman og notið á gler, spegla og krómaða fleti. Virkar líka einkar vel á keramik flísar.

Prófaðu þessi ráð og segðu skilið við dýr og óheilsusamleg hreinsiefni og notaðu umhverfisvænar lausnir í þeirra stað.

mbl.is