Með svefnherbergi í eldhúsinu

Eldhúsrými fékk yfirhalningu og nýtt svefnherbergi.
Eldhúsrými fékk yfirhalningu og nýtt svefnherbergi. Mbl.is/Bobedre_©Line Frier

Þegar þörf er á auka svefnrými, þá þarf að hugsa út fyrir kassann – sem var augljóslega gert í þessu tilviki er svefnherbergi var bætt inn í eldhúsrými.

Hér býr fimm manna fjölskylda í fallegu húsi rétt fyrir utan Aarhus í Danmörku. Þörf var á að nota hjónaherbergið sem barnaherbergi og því vantaði foreldrunum svefnrými sem var leyst á snilldar máta. Arkitektinn Line Frier var fengin í verkið sem hún leysti með praktískri lausn er hún setur svefnrými inn í innréttinguna í eldhúsinu. Rúmið er byggt inn í falskan vegg með rennihurð, og rúmar hillur undir bækur og annað smádót sem og nóg af geymsluplássi. Því er hægt að fela allar sængur og kodda og nota rýmið sem kósíhorn ef þess óskast. Frábær lausn að okkar mati og kemur ótrúlega vel út.

Mbl.is/Bobedre_©Line Frier
Mbl.is/Bobedre_©Line Frier
Mbl.is/Bobedre_©Line Frier
Mbl.is/Bobedre_©Line Frier
mbl.is