Salatið sem ofurfyrirsætan elskar

Bella Hadid
Bella Hadid AFP

Ofurfyrirsætan Bella Hadid á sér uppáhaldssalat sem hún segir að sé í senn einfalt, fljótlegt og bragðgott.

Hún deildi myndbandi á TikTok þar sem hún sýnir hvernig hún býr það til og við fullyrðum að fimm ára barn myndi ráða við þessar leiðbeiningar.

Þannig að ef þið viljið vera í hollustunni þá er Bellu-salatið, eins og við köllum það núna, klárlega málið.

Salatið inniheldur eingöngu kál, agúrkur, papriku, avókadó, sítrónusafa, salt og pipar og balsamedik.

mbl.is