Eldhúsgræjan sem er ómissandi um helgar

Pönnukökuskammtarinn sem við „verðum“ að eignast.
Pönnukökuskammtarinn sem við „verðum“ að eignast. Mbl.is/Amazon

Pönnukökur ættu að vera á matseðli vikunnar í það minnsta einu sinni í viku, þá í helgarbrönsinn. Hér er græja sem er ómissandi í þá heilögu matreiðslu sem þið verðir að sjá.

Það verður að segjast að pönnukökubakstur getur oft endað á að vera sóðalegt verkefni, þar sem við erum að basla við deigið og það slettist út um allt er við komum því yfir á pönnuna. En með þessari snilldar græju, skammtar þú fullkomlega réttu magni á pönnuna hverju sinni. Þú setur deigið í hálfgerða könnu og í handfanginu er takki sem þú notar til að skammta deiginu. Því ekki bara frábært fyrir pönnukökubakstur, heldur líka er við bökum muffins. Fyrir áhugasama, þá fundum við þessi stórsniðugu Amazon kaup HÉR.

Mbl.is/Amazon
Mbl.is/Amazon
Mbl.is/Amazon
Mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert