Bollanúðlur í samstarf við förðunarfyrirtæki

„HipDot x Cup Noodles“ - er nýtt samstarf.
„HipDot x Cup Noodles“ - er nýtt samstarf. mbl.is/HipDot

Bollanúðlurnar Cup Noodles, þykja með það fallega litapallettu í vörumerkinu sínu að snyrtivörufyrirtæki hefur beðið um samstarf.

Hafi þig einhvern tímann dreymt um að sjá liti Cup Noodles á augnlokunum, þá ertu ekki ein/n á báti – því snyrtivöruframleiðandinn HipDot frá Los Angeles, hefur beðið um samstarf og sett vörur á markað undir þessum formerkjum. Cup Noodles fögnuðu nýverið 50 ára afmæli og nú samstarfi er kallast „HipDot x Cup Noodles“. Litapallettan er innblásin af sterkum og líflegum tónum sem finnast í uppáhalds núðlusúpunni þeirra, þar sem átta matartengd krydd bera nöfn litanna. Eins er hægt að kaupa snyrtibuddu, kinnaliti og fleira, til að fullkomna heildarútlitið. Og fyrir áhugasama, þá má skoða nánar HÉR.

mbl.is/HipDot
mbl.is