Nýjasta Nóa-súkkulaðið á fullkominni íslensku

Það er ekkert grínast með umbúðir og heiti á sælgæti og mætti Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, vera duglegri að benda á hvað mætti betur fara.

Nýjasta afurð Nóa-Síríusar er á grjótharðri íslensku og því ljóst að ekki verður lengur slett einhverri tómri vitleysu á umbúðunum. Um er að ræða gamla góða rjómasúkkulaðið með súkkulaðiperlum.

„Þetta er geggjuð blanda af okkar sívinsæla og ómótstæðilega rjómasúkkulaði með stökkum og bragðgóðum súkkulaðiperlum. Sumarleg stórveisla fyrir bragðlaukana,“ segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa-Síríusar. „Þetta er ein af okkar skemmtilegu sumarvörum og er því í takmörkuðu magni,“ bætir Alda við og um að gera að drífa sig í næstu verslun og smakka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert