Kæliboxið sem mun slá í gegn í útilegunni (og á fótboltamótinu)

Hvernig hljómar að ferðast um með kælibox sem þú þarft ekki að bera undir handleggnum og drepast úr vöðvabólgu á eftir? Við erum með gleðifréttir, því slík græja er til!  

Þetta snilldarkælibox er gætt einstakri tækni; þeirri fyrstu og einu sinnar tegundar. Í raun er það eins og bakpoki á hjólum. Það rúmar allt sem þér dettur í hug og þarft að taka með í ferðina. Boxin kallast Gita, og í þeim er tölvuskynjari sem gerir það kleift að fylgja notendum bæði innan- sem og utandyra á auðveldan hátt. Skynjararnir eru það tæknilegir að græjan sér, skilur og bregst við umhverfinu sínu. Það býr einnig yfir þrívíddarskynjara sem skynjar hreyfingar fólks, hindranir og hraða. Eins hefur tækið hæfni til að greina á milli fólks yfir daginn og á nóttunni.

Með Gitu fylgir einnig app í símanum. Þar má hlaða niður uppfærslum, streyma tónlist, athuga rafhlöðustöðuna og fylgst með því hve marga kílómetra notandinn hefur gengið með Gita. Þennan litla sniðuga róbót má finna í tveimur stærðum og hægt er að skoða hann nánar HÉR.

Mbl.is/Piaggiofastforward
Hvernig hljómar að vera með kælibox á hælunum?
Hvernig hljómar að vera með kælibox á hælunum? Mbl.is/Piaggiofastforward
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert