Sex skotheld skipulagsráð sem einfalda lífið

Þessi kona er með hlutina á hreinu er hún fer …
Þessi kona er með hlutina á hreinu er hún fer út að versla. mbl.is/

Hér koma sex skotheld ráð hvernig þú sparar tíma við innkaupin og skipulagninu í eldhúsinu.

Matarplan
Það tekur ekki meira en tíu mínútur að gera matarplan fyrir vikuna, og enn styttri tíma ef þú skoðar vikuseðlana hér á matarvefnum. Gerðu plan, því það auðveldar innkaupin og þú getur  notast við aftur og aftur.

Sankaðu að þér uppskriftum
Það er gaman að eiga úrklippur úr blöðum eða afrit úr bókum til að grípa í þegar okkur vantar innblástur í hversdagsmatargerð eða í vikumatseðilinn. Geymdu allar uppskriftir á einum stað í eldhúsinu.

Skrifaðu innkaupalista
Búðu til innkaupalista fyrir vikuna og prófaðu að flokka hlutina upp – skrifa allar mjólkurvörur saman, allan dósamat saman o.s.frv. Þá þarftu ekki að hlaupa fram og til baka á milli hillanna í búðinni.

Röð og regla í eldhúsinu
Hreinsaðu til jafn óðum á meðan þú eldar matinn. Þannig forðar þú þér frá stórum sköflum af skálum, pottum og pönnum þegar sest er til borðs.

Stækkaðu uppskriftina
Prófaðu að elda aðeins meira en þörf er á, til að eiga afgang fyrir daginn eftir. Eða þú getur smellt restinni af pottréttinum inn í frysti til að grípa í á annasömum degi.

Fylgihlutir
Gott er að eiga krukkur í skápunum af góðu pestói, salsa, chutney eða öðru eins – sem lyftir matargerðinni á hærra plan. Þá ertu alltaf í góðum málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert