Spennandi veitingatækifæri í boði

Ljósmynd/Lind

Það eru alltaf einhverjir að leita að spennandi tækifæri í veitingabransanum og hér gefur að líta eitt slíkt. Um er að ræða veitingastaðinn Sirka sem er til húsa í Gnoðarvogi 46. Staðsetningin er frábær, við hliðina á Menntaskólanum við Sund og nálægt stórum gatnamótum og íbúðarbyggð.

Húsnæðið selst með öllum innréttingum, tækjum og lausamunum en rýmið er nýlega innréttað og eldhúsið sagt mjög vel útbúið.

Ekki láta bárujárnið utan á húsinu blekkja ykkur því það var sett þar til skrauts og gefur engar vísbendingar um ástand húsnæðisins.

Áhugasamir geta skoðað húsnæðið nánar HÉR.

Ljósmynd/Lind
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert