Ævintýraleg franskt kökuhús hefur opnað í Reykjavík

Mbl.is/@kevinpages @andrigeirjónasson

Eitt fínasta kökuhús bæjarins hefur opnaðð dyrnar í hjarta Reykjavíkur í kjallarahúsnæði við Bergstaðarstræti 14. Aurore Pelier Cady stendur þar á bak við og býður upp á ekta franskt bakkelsi.

Það er fátt sem gleður en að sjá fólk sem lætur draumana sína rætast. Aurore setti af stað söfnunarsíðu á Karólínufund til að starfrækja reksturinn og viðtökurnar létu ekki á sér standa – því tæpar 1,4 milljónir íslenskra króna söfnuðust og fleyttu af stað nýrri sælkeraverslun.

Við náðum tali af Aurore sem segir Íslendinga mikla aðdáendur kökunnar eclairs, sem hún bjóst alls ekki við en er mjög ánægð með móttökurnar. „Franska samfélagið hér á landi er einnig mjög ánægt að fá svona vinsæla klassísk aftur í bænum. Ég hef bætt við saltkaramellu eclair á matseðilinn og held að ég sé sú eina sem gerir slíkar hér á landi. Þetta gæti verið mín sérgrein, hver veit?“ segir Aurore í samtali.

Notar íslenskar jurtir í baksturinn
Í bakaríinu er boðið upp á fínasta bakkelsi í frönskum stíl með íslensku ívafi. Aurore einbeitir sér að franskri menningu en segist elska að leika sér með það sem náttúran færir okkur – blómin, berin og jurtirnar, eða bragð af viltu og náttúrulegu. „Angelica kakan okkar sem er gædd íslenskum rabarbara og blóminu hvönn – en ostakakan er með íslensku heimskautsblóðbergi,“ segir Aruore.

Hver eru þín sérgrein í kökugerð?  „Ég hef í rauninni enga sérgrein þannig, en mér þykir mest gaman að baka entremets kökur og mousse kökur. Það er hér sem þú getur leikið þér með að vera skapandi, þá á sjónrænan hátt og bragðlega séð. Makkarónurnar mínar eru líka mjög vinsælar, þær eru litríkar með einstöku bragði - til dæmis er ein sem kallast eldfjallið, en í henni er dökkt reykt súkkulaði eldgosinu til heiðurs,” segir Aurore.

Aurore stendur á bak við samnefnt sælkerabakarí í miðborginni, sem …
Aurore stendur á bak við samnefnt sælkerabakarí í miðborginni, sem býður upp á ekta franskt bakkelsi. Mbl.is/@kevinpages @andrigeirjónasson

Dreymir stærra
Aurore var með plan um að hafa bakaríið opið fram í október og sjá hvernig hlutirnir myndu þróast. „Ég myndi elska að vera lengur og dreyma stærra á þessum frábæra stað. Í augnablikinu er ég að framleiða allt í Eldstæðinu, sem er leigustaður í faglegu eldhúsi - en ef ég horfi lengra fram á við, þá er planið að fá framleiðsluleyfi í búðina mína og hafa allt á einum stað. Það hefur verið tekið einstaklega vel á móti mér hér í hverfinu og stuðningurinn er mikill,” segir Auroe.  

Hvad er á döfinni? „Mig langar að byrja aftur með sætabrauðsnámskeiðin, því það er gaman að kenna fólki sem er áhugasamt um listina í franskri sætabrauðsgerð. Ég hef verið að kenna fólki hvernig á að gera klassískar kökur eins og sítrónutertur og eclairs, og mun líklega vera með námskeið í kringum október og þá með námskeið mánaðarlega eftir það. Fyrir áhugasama þá má finna allar upplýsingar á heimasíðunni minni,” segir Aurore að lokum.

v

v

Mbl.is/@kevinpages @andrigeirjónasson
Mbl.is/@kevinpages @andrigeirjónasson
Mbl.is/@kevinpages @andrigeirjónasson
mbl.is