Sannleikur eða mýta um þrif

Þessi fallega eldhúsinnrétting er frá HTH.
Þessi fallega eldhúsinnrétting er frá HTH. mbl.is/HTH

Hér höfum við tekið saman fimm helstu mýturnar sem finnast á heimilum er varðar þrif. 

Þvottavélin er alltaf hrein: Ekki rétt
Þó að þvottavélin standi vaktina við að þvo spjarirnar okkar, þá er ekki samasem merki þar á milli um að hún sé hrein. Tromlan og filterinn fyllist af óhreinindum sem getur leitt til þess að vélin fari að lykta. Því er mikilvægt að þrífa vélina reglulega til að hún þvo þvottinn almennilega. 

Það á alltaf að nota heitt vatn á bletti: Ekki rétt
Flest okkar vita að það er auðveldara að þrífa upp úr heitu vatni, en í raun er kalt vatn betra á blettina. Blóðblettir eru til að mynda gott dæmi um bletti sem kalt vatn virkar betur á, og staðreyndin sú kemur frá sjálfu hreingerningarmerkinu Vanish. 

Best er að þrífa gluggana þegar það er skýjað: Rétt
Það er hárrétt! Best er að þrífa gluggana þegar sólin er fjarri - því hún þurrkar sápuna fyrr á glerinu og þess vegna fáum við allar þessar rendur þegar við rennum með sköfunni yfir glerið. 

Silfur á ekki heima í uppþvottavél: Ekki rétt
Við tengjum silfurhnífapör gjarnan við gamla góða uppvaskið, en þau þola í raun að fara í vélina svo lengi sem þau komast ekki í snertingu við neitt burstað stál.

Pottar og pönnur eiga ekki að standa í bleyti: Rétt
Þó að við neyðumst stundum til að láta potta og pönnur liggja í bleyti eftir matargerð, þá er það ekki endilega það besta fyrir pottana. Því þá geta myndast blettir í stálið, eða þú einfaldlega eyðileggur teflon húðina. 

mbl.is