Stórbrotið eldhús með nóg af plássi

Glæsilegt eldhús svo ekki sé minna sagt.
Glæsilegt eldhús svo ekki sé minna sagt. mbl.is/Caitlin Mills

Þetta gullfallega eldhús er fullkomið fyrir nútímafjölskylduna sem kýs að hafa það nýstárlegt, fullbúið og með nóg af plássi. En þetta eldhús er einmitt slíkt og má finna í Melbourne. 

Við höfum heyrt þetta allt saman áður, en eldhús eru svo sannarlega hjarta heimilisins. Hér býr sex manna fjölskylda sem lætur hjartað slá í gullfallegu rými, sérhannað eftir þeirra höfði og óskum. Innréttingin er svört með fallegum viðar díteilum, sem gefa ómælda hlýju inn í rýmið. Nægilegt skápapláss er að finna í eldhúsinu, en það kom ekkert annað til greina þar sem fjölskyldan vill geta dreift úr sér án vandræða. Hér má einnig finna fallega búinn tækjaskáp sem geymir brauðrist og kaffivél - hvorutveggja mikið notað alla morgna á heimilinu. 

Hægt er að skoða eldhúsið nánar HÉR.

mbl.is/Caitlin Mills
mbl.is/Caitlin Mills
mbl.is/Caitlin Mills
mbl.is