Spurði þjóninn hvað tortellini væri

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. Ljósmynd/Spotify

Í nýjasta þætti af The Kardashians sést Kim bregða sér til Mílanó þar sem systir hennar, Kendall, tók þátt í sýningu Prada.

Kim fór út að borða á ítalskan veitingastað og pantaði sér penne pasta. Síðan spurði hún þjóninn hvað tortellini væri.

Þjónninn svaraði því til að það væri ekki ólíkt ravioli.

Kim lét tilleiðast og pantaði það einnig.

Að auki pantaði hún fyrir Kendall þrátt fyrir að hún væri ekki með í för en að sögn Kim tekur hún gjarnan að sér að hugsa um systur sínar á ferðalögum, þá helst Kendall.

Merkilegra var það nú ekki en það er alltaf gaman að fylgjast með ævintýrum Kardashian systra á ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þær lenda í ýmsum ævintýrum.

mbl.is