Hægt að panta sérsniðna Royal Copenhagen bolla

Hver óskar sér ekki bolla frá Royal Copenhagen með nafninu …
Hver óskar sér ekki bolla frá Royal Copenhagen með nafninu sínu á. mbl.is/Royal Copenhagen

Bláa munstraða matarstellið frá Royal Copenhagen er á óskalistanum hjá mörgum - og nú getur þú fengið nafnið þitt á bolla. 

Vinsælustu jóla-, afmælis- og brúðkaupsgjafir fagurkerans er án efa stellið frá Royal Copenhagen, enda eitt það fallegasta á borðum. Konunglega póstulínsverksmiðjan hefur opnað fyrir nýjan glugga, þar sem hægt er að panta sérsniðin bolla með nafninu sínu á. Hægt er að velja um nafn, skammstafanir eða jafnvel dagsetningu sem er handskrifuð inn á brúnina og ætti að gleðja einhvern sem þú elskar - með persónulegri gjöf sem mun klárlega hitta í mark. 

mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is