Yfirliðsvaldandi marengs sigraði í Eftirétti ársins

Búið er að krýna sigurvegara í eftirréttakeppni ársins en úrslit voru kunngjörð í beinni útsendingu í Ísland vaknar á K100 í morgun.

Keppnin var unnin í samstarf við Nóa Síríus og var eina þáttökuskilyrðið að uppskriftinn innhéldi vöru frá Nóa Síríus.

Gríðarlegur fjöldi uppskrifta barst í keppnina og átti dómnefndini í mestu vandræðum með að velja þrjár uppskriftir sem komust í úrslit.

Það var síðan eftirréttakokkurinn (e. pastry chef) Karen Eva á Apótekinu sem sá um að útbúa eftirréttina þrjá og fengu Kristín Sif og Ásgeir Páll það erfiða hlutverk að velja.

Það hafðist þó á endanum og sigurvegarinn er enginn annar en Elmar Davíð Hauksson fyrir piparmyntu marengsköku sem að sögn dómnefndar er ein sú allra besta sem þau hafa smakkað.

Við óskum Elmari að sjálfsögðu innilega til hamingju með sigurinn.

Piparmyntu marengs

  • 3 dl sykur
  • 5 eggjahvítur
  • 2 bollar rise krispies

Aðferð:

Sykur og eggjahvítur stífþeyttar. Rise krispies bætt varlega saman við með sleif. Búnir til tveir sirka 20 cm hringir á bökunarpappír og deiginu skipt á milli. Bakað í ofni á 120 gráður, blástur í 40 mínútur.

Botnarnir látnir kólna.

Á milli:

  • 1 peli rjómi 500 ml
  • 100 g síríus piparmyntu súkkulaði
  • 100 g síríus dökkt piparmyntu súkkulaði

 Aðferð:

Rjóminn þeyttur. Súkkulaðið brytjað niður og blandað varlega við rjómann. Sett á einn botninn og hinn botninn settur ofaná. Einfalt og þægilegt. Best að leyfa kökunni að jafna sig í ísskáp í allavega 3 tíma. Samt lang best daginn eftir.

Karen Eva, Ásgeir og Kristín Sif.
Karen Eva, Ásgeir og Kristín Sif. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is