Besta leiðin til að losna við glimmer

Glimmer er geggjað, en getur líka verið erfitt viðureignar.
Glimmer er geggjað, en getur líka verið erfitt viðureignar. mbl.is/iStock

Glimmer er æðislegt - svona rétt á meðan við erum að skemmta okkur. En síðan reynist það þrautin þyngri að losa það af borðum, gólfi og veggjum ef því er að skipta. Því það er gefin regla að glimmer dreyfir úr sér á einhvern óskiljanlegan máta sem enginn nær að festa fingur á. 

Það er til lausn við þessum vanda (ef vandi skyldi kallast) - og hana finnur þú mögulega inn í barnaherbergi. Hér vísum við í leir eða kennaratyggjó sem þú notar til að ná glimmerinu af umræddum fleti. Barnið mun eflaust þakka fyrir að fá leirinn til baka með glimmersprengju - svo það eru allir sem vinna í þessu tilviki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert