Besta leiðin til að geyma hnetur

Hnetur eru dásamlegar í bakstur.
Hnetur eru dásamlegar í bakstur. mbl.is/Colourbox

Þetta kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir enda hafa hingað til ekki verið neinar sérstakar leiðbeiningar með hnetum hvað varðar geymslu þeirra.

Staðreyndin er hins vegar sú að til þess að tryggja hámarksgæði þeirra ber að geyma þær í ein miklum kulda og kostur er – helst inn í frysti.

Ástæðan er einföld. Hnetur eru að stórum hluta gerðar úr olíum og þær geta þránað með tímanum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir það er kuldi og þar hafið þið það!

mbl.is