Nýtt og glæst ljós frá Vipp

Nýtt loftljós frá Vipp - væntanlegt í mars.
Nýtt loftljós frá Vipp - væntanlegt í mars. mbl.is/Vipp

Þeir halda áfram að toppa sig! Það virðist allt koma svo til fullkomið af teikniborðinu hjá danska eldhús- og húsbúnaðarframleiðandanum Vipp. 

VIPP595 er nýtt borðstofuljós sem bætir við glæstri ásýnd í eldhúsið eða yfir borðstofuborðið. Fáguð samsetning á hvítu gleri og hrímuðu gleri, sem gefur þetta einstaka yfirbragð og tryggir jafnframt jafna og notalega lýsingu er það dreifist yfir borðið. Hér hefur fornri munnblásturstækni verið beitt til að móta lampaskerminn úr lagskiptu gleri. Ljósið er 36 cm í þvermál og 20 cm á hæð - og verður fáanlegt í komandi marsmánuði. 

mbl.is/Vipp
mbl.is