Rjómaostapasta sem hittir í mark

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum við virkilega ljúffengan og einfaldan tómatpastarétt sem er einstaklega „creamy” þar sem rjómaosti er bætt út í sósuna. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir bragðið og áferðina, þú hreinlega verður að smakka,“ segir Linda Ben um þennan dásamlega pastarétt sem ætti að hitta í mark á öllum heimilum.

„Ef þú vilt þá getur þú bætt við kjöti út í þennan rétt, bæði nautahakki eða kjúklingabringum. Lykillinn er að setja rjómaostann í endann og toppa svo með parmesan þegar verið er að bera réttinn fram. Það er svo einnig virkilega gott að hafa ferskt salat með líka.“

Rjómaosta pennepasta

 • 250 g Barilla Penne Rigate N°73
 • 1 msk. smjör
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 250 g sveppir
 • 400 g Tómat pastasósa frá Barilla
 • 3 msk. rjómaostur
 • Parmesan

Aðferð:

 1. Sjóðið penne pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Setjið smjör á pönnu.
 3. Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnunni.
 4. Rífið hvítlauksgeirana niður og bætið þeim á pönnuna. Steikið létt.
 5. Skerið sveppina niður og bætið á pönnuna, steikið.
 6. Bætið pastasósunni og rjómaostinum út á pönnuna, hrærið saman og látið malla aðeins.
 7. Bætið pastanu út á pönnuna og berið fram með parmesan.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert