Slippurinn með pop-up á Héðni

Helgina 10.-11. febrúar dregur til tíðinda á veitingastaðnum Héðni Kithchen & Bar þegar að Gísli Matt og veitingastaður hans, Slippurinn í Vestmannaeyjum, verða með pop-up.

Matseðilinn verður í anda Slippsins, þar sem innblástur er sóttur til íslenskrar náttúru og hafsins. Í boði er sjö rétta matseðill en Gísli hefur vakið mikla athygli fyrir matreiðslu sína og nýstárlega nálgun á nýtingu hráefnis úr nærumhverfinu með áherslu á að skapa ljúffenga sælkerarétta sem hafa slegið í gegn.

Þetta er nokkuð augljóslega eitthvað sem enginn matgæðingur má missa af en borðapantanir fara fram í gegnum Dineout.

mbl.is