Eitt vinsælasta morgunkorn landsins kynnir nýja bragðtegund

Það telst til stórtíðinda á matarvefnum þegar nýjar bragðtegundir eru boðaðar og þá sérstaklega þegar um er að ræða vinsæla vöru á íslenskum neytendamarkaði.

Við erum að tala um Special K morgunkornið sem nú er fáanlegt með belgísku súkkulaðibragði. Við leiðum líkur að því að það smakkist frekar vel en eftir því sem við komumst næst er um tímabundna vöru að ræða og því ljóst að þeir sem hyggjast smakka á súkkulaði K-inu (eins og við köllum það) verða að hafa hraðar hendur.

mbl.is