Mistökin sem valda því að viskustykki fyllast af bakteríum

Ráðlagt er að hengja bæði upp viskustykki og handklæði í …
Ráðlagt er að hengja bæði upp viskustykki og handklæði í eldhúsinu. Ljósmynd/Georg Jensen Damask

Viskustykki er eitt mest notaða „áhaldið“ í eldhúsinu og þessi mistök sem fólk gerir orsaka það að þau verða yfirfull af bakteríum. Áður en þú tekur þig til og hendir í þvottavélina skaltu lesa aðeins áfram.                                        

Flest okkar nota viskustykki á kolrangan hátt, því við notum það ekki bara til að þurrka nýþvegna potta heldur þurrkum við líka ávexti, hendurnar og annað sem til fellur í eldhúsinu. Þannig safnar stykkið í sig og verður bakteríubomba. Ef við notum viskustykki eingöngu til að þurrka nýþvegin áhöld er algjör óþarfi að skipta þeim út daglega, og einu sinni í viku er nóg.

Ef þú vilt viskustykki sem bakteríur ná síður að setjast í skaltu velja slíkt úr microfiber frekar en úr 100% bómull, sem þó er mun fljótara að þorna.

Við hliðina á viskustykkinu skaltu hengja handklæði fyrir hendurnar. Þá gengur allt betur.

Ljósmynd/Georg Jensen Damask
mbl.is